Ekki tókst að klára keppnina á síðasta ári vegna útbreiðslu kórónaveirufaraldursins og eru því þrjú ár síðan annað lið en Valur hampaði titlinum.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir úr leik kvöldsins.

Þar voru einmitt Haukakonur á ferðinni og voru því tvö síðustu Íslandsmeistaralið að mætast í úrslitunum í ár.

Leikurinn í kvöld var í járnum og leiddu Valskonur með einu stigi í hálfleik. Haukar svöruðu um hæl og leiddu með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann en á lokametrunum voru Valskonur sterkari.

Með öflugum varnarleik tókst þeim að ná forskotinu og landa meistaratitlinum.

Valsliðið hélt Haukum í sjö stigum í fjórða leikhluta en á hinum enda vallarins var Valssóknin öflug og setti tuttugu stig.

fréttablaðið/valli
fréttablaðið/valli
fréttablaðið/valli
fréttablaðið/valli