Lið Vals í karla- og kvennaflokki í handbolta munu standa uppi sem Íslandsmeistarar ef spá fyrirliða og forráðamanna liða í Olís-deildunum stenst en spáin var opinberuð á kynningarfundi HSÍ í dag.

Valur vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili í karlaflokki og munu í ár á komandi tímabili einnig taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Miðað við spá fyrirliða og forráðamanna eru það Eyjamenn í ÍBV sem munu veita þeim mesta samkeppni um titilinn.

Nýliðunum í deildinni, Hörður og ÍR er spáð falli beint niður í Grill66 deildina.

Olísdeild karla

 1. Valur 346 stig.
 2. ÍBV 328 stig.
 3. Stjarnan 291 stig.
 4. FH 270 stig.
 5. Haukar 244 stig.
 6. Afturelding 211 stig.
 7. Selfoss 169 stig.
 8. Fram 159 stig.
 9. KA 158 stig.
 10. Grótta 100 stig.
 11. Hörður 58 stig.
 12. ÍR 40 stig. 

Það munar aðeins sex stigum á erkifjendunum í Val og Fram í kvennaflokki og eru það Valsarar sem hafa yfirhöndina samkvæmt spánni.

Valsarar eru ríkjandi bikarmeistarar á meðan að Framarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Olísdeild kvenna

 1. Valur 140 stig.
 2. Fram 134 stig.
 3. ÍBV 113 stig.
 4. Stjarnan 90 stig.
 5. KA/Þór 73 stig.
 6. Haukar 58 stig.
 7. HK 33 stig.
 8. Selfoss 31 stig.

Olís-deild karla fer af stað á fimmtudaginn en Olís-deild kvenna fer af stað 15. september með leik Stjörnunnar og Fram.