Valgeir Valgeirsson mun leika með karlaliði HK í knattspyrnu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum Kópavogsfélagsins í kvöld.

Valgeir hefur með Brentford B sem lánsmaður frá HK síðustu mánuðina en hann hefur skorað fjögur mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið fyrir liðið.

HK fær KA í heimsók í Kórinn í fyrstu umferð Íslandsmótsins 1. maí næstkomandi.