Fimleikar

Valgarð tryggði sig í úrslit í stökki á EM

Valgarð Reinhardsson varð í kvöld annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumóti í áhaldafimleikum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Ísland á fulltrúa í úrslitum á Evrópumóti í fimleikum.

Valgarð Reinhardsson í keppninni í kvöld. Mynd/FSÍ

Valgarð Reinhardsson var rétt í þessu að tryggja sig í úrslit á stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti.

Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. 

Valgarð fer í fimmta sæti inn í úrslitin, en átta keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi. Til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki.

Valgarð er 22 ára og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. 

Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.

Valgarð Reinhardsson stekkur sig hér inn í úrslit. Mynd/FSÍ

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fimleikar

Hittu „drottningu fimleikanna“

Fimleikar

Erum að nálgast sænska liðið

Fimleikar

Silfur niðurstaðan hjá íslenska liðinu

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Auglýsing