Fimleikar

Valgarð tryggði sig í úrslit í stökki á EM

Valgarð Reinhardsson varð í kvöld annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumóti í áhaldafimleikum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Ísland á fulltrúa í úrslitum á Evrópumóti í fimleikum.

Valgarð Reinhardsson í keppninni í kvöld. Mynd/FSÍ

Valgarð Reinhardsson var rétt í þessu að tryggja sig í úrslit á stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti.

Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. 

Valgarð fer í fimmta sæti inn í úrslitin, en átta keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi. Til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki.

Valgarð er 22 ára og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. 

Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.

Valgarð Reinhardsson stekkur sig hér inn í úrslit. Mynd/FSÍ

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fimleikar

Valgarð og Andrea fimleikafólk ársins

Fimleikar

Biles óskoruð drottning fimleikanna

Fimleikar

Fékk æfingu nefnda eftir sér

Auglýsing

Nýjast

Vilja gefa út handtökuskipun á miðherja Knicks

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Auglýsing