Valgarð Reinhardsson úr Gerplu var sigursæll á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram um helgina.

Á laugardaginn voru Valgarð og Agnes Suto-Tuuha úr Gerplu krýnd Íslandsmeistarar í fjölþraut. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Agnesar en þriðji í röð hjá Valgarð.

Í gær var keppt í einstökum áhöldum á seinni dag Íslandsmótsins og var Valgarð sigursæll í karlaflokki. Valgarð bar sigur úr býtum í fjórum áhöldum af sex eða í hringjum, stökki, tvíslá og svifrá. 

Í gólfæfingum stóð Eyþór Örn Baldursson uppi sem sigurvegari og á bogahesti var það Arnþór Daði Jónsson sem sigraði en báðir koma þeir úr Gerplu.

Í kvennaflokki voru Gerplukonur sigursælar, Agnes á tvíslá, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir sigraði á slá, Andrea Ingibjörg Orradóttir í stökki, þær eru allar úr Gerplu en Katharína Sybilla Jóhannsdóttir úr Fylki þótti skara fram úr í gólf­æfingum í gær.