Valgarð Reinhardsson komst ekki í úrslit í gólfæfingum á heimsbikarmóti í Melbourne í Ástralíu.

Valgarð endaði í 20. sæti af 26 keppendum. Þeir átta efstu komust í úrslit.

„Ég er frekar svekktur með einkunnina, ég hélt að ég myndi fá hærri einkunn. En það er ekki hægt að gera neitt í því núna, ég ætla bara að gera betur á morgun,“ sagði Valgarð sem fékk 12.766 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar.

Á morgun klárast undanúrslit keppninnar. Valgarð keppir þá í stökki, tvíslá og svifrá. Keppni hefst klukkan 07:00 að íslenskum tíma.

Gólfæfingar Valgarðs í dag má sjá hér fyrir neðan.