Sport

Valgarð áttundi í úrslitum

Fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson varð í 8. sæti á úrslitum í stökki á EM í Glasgow í dag.

Valgarð gerði góða hluti í Glasgow. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Valgard Reinhardsson lenti í 8. sæti í úrslitum í stökki á EM í fimleikum í Glasgow í dag. 

Hann er aðeins annar Íslendingurinn sem kemst í úrslit á Evrópumóti. Rúnar Alexandersson keppti í úrslitum á bogahesti fyrir 14 árum.

Valgarð var með fimmta besta árangurinn af þeim átta keppendum sem komust í úrslitin. Hann var með 14,233 í heildareinkunn í forkeppninni.

Valgarð fékk 13,466 í einkunn fyrir stökkin sín tvö í úrslitunum. Rússinn Artur Dalaloyan stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk 14,900 í einkunn.

Valgarð er núverandi Íslandsmeistari og var valinn fimleikamaður ársins 2017. Hann æfir með Alta í Kanada.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Handbolti

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Sport

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Auglýsing

Nýjast

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Auglýsing