Sport

Valgarð áttundi í úrslitum

Fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson varð í 8. sæti á úrslitum í stökki á EM í Glasgow í dag.

Valgarð gerði góða hluti í Glasgow. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Valgard Reinhardsson lenti í 8. sæti í úrslitum í stökki á EM í fimleikum í Glasgow í dag. 

Hann er aðeins annar Íslendingurinn sem kemst í úrslit á Evrópumóti. Rúnar Alexandersson keppti í úrslitum á bogahesti fyrir 14 árum.

Valgarð var með fimmta besta árangurinn af þeim átta keppendum sem komust í úrslitin. Hann var með 14,233 í heildareinkunn í forkeppninni.

Valgarð fékk 13,466 í einkunn fyrir stökkin sín tvö í úrslitunum. Rússinn Artur Dalaloyan stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk 14,900 í einkunn.

Valgarð er núverandi Íslandsmeistari og var valinn fimleikamaður ársins 2017. Hann æfir með Alta í Kanada.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur valinn bestur á EM

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Auglýsing

Nýjast

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing