Sport

Valgarð áttundi í úrslitum

Fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson varð í 8. sæti á úrslitum í stökki á EM í Glasgow í dag.

Valgarð gerði góða hluti í Glasgow. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Valgard Reinhardsson lenti í 8. sæti í úrslitum í stökki á EM í fimleikum í Glasgow í dag. 

Hann er aðeins annar Íslendingurinn sem kemst í úrslit á Evrópumóti. Rúnar Alexandersson keppti í úrslitum á bogahesti fyrir 14 árum.

Valgarð var með fimmta besta árangurinn af þeim átta keppendum sem komust í úrslitin. Hann var með 14,233 í heildareinkunn í forkeppninni.

Valgarð fékk 13,466 í einkunn fyrir stökkin sín tvö í úrslitunum. Rússinn Artur Dalaloyan stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk 14,900 í einkunn.

Valgarð er núverandi Íslandsmeistari og var valinn fimleikamaður ársins 2017. Hann æfir með Alta í Kanada.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Auglýsing

Nýjast

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Meistararnir byrjuðu á sigri

Frábært ár varð stórkostlegt

Auglýsing