Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins segja ummæli Arnars Þórs Viðarsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu um að Viðari Erni Kjartanssyni hafi verið bannað að mæta í verkefni íslenska liðsins í landsliðsglugganum sem nú stendur yfir ekki vera sannleikanum samkvæm.

Þetta segir Jörgen Ingibrigtsen, yfirmaður íþróttamála Valerenga, í samtali við fotbolta.net.„Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir. Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada.  Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur.

Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar.  Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.

Sam Adekugbe er núna að spila með landsliðinu hjá Kanada.  Íslenska landsliðið svaraði tölvupósti mínum og sagðist skilja stöðuna og að þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn til að að finna lausn. Ég heyrði aldrei aftur frá þeim." segir Ingibrigtsen í samtali við fotbolta.net.