Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, þurfti að hætta keppni á sjöttu holu í Suður-Afríku í dag vegna bakmeiðsla sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði.

Í samtali við Fréttablaðið greindi hún frá því að þetta væru vandræði með rifbeinin sem stífnuðu upp og hreyfðust ekki með rifjahylkinu. 

Valdís ákvað að taka þátt í þessu móti en hætti við þáttöku í næsta móti til að gefa sér fimm vikur á milli móta til að finna lausn á þessu vandamáli.

Hún átti erfitt uppdráttar í upphafi mótsins í dag og ákvað að hætta keppni eftir sjöttu holuna vegna meiðslanna.