Fótbolti

Valdís þurfti að hætta keppni vegna meiðsla

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, þurfti að hætta keppni á sjöttu holu í Suður-Afríku í dag vegna bakmeiðsla sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði.

Valdís slær af teig í Ástralíu um síðustu helgi. Fréttablaðið/Getty

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, þurfti að hætta keppni á sjöttu holu í Suður-Afríku í dag vegna bakmeiðsla sem hafa verið að plaga hana undanfarna mánuði.

Í samtali við Fréttablaðið greindi hún frá því að þetta væru vandræði með rifbeinin sem stífnuðu upp og hreyfðust ekki með rifjahylkinu. 

Valdís ákvað að taka þátt í þessu móti en hætti við þáttöku í næsta móti til að gefa sér fimm vikur á milli móta til að finna lausn á þessu vandamáli.

Hún átti erfitt uppdráttar í upphafi mótsins í dag og ákvað að hætta keppni eftir sjöttu holuna vegna meiðslanna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Auglýsing

Nýjast

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing