Valdís Þóra Jónsdóttir mun líklegast missa af niðurskurðinum á Lalla Meryem Cup í Marokkó eftir að hún kom í hús á 77 höggum.

Þetta er fyrsta mót Valdísar í fimm vikur sem hefur verið að glíma við meiðsli.

Valdís lék fyrsta hringinn á 76 höggum, þremur höggum yfir pari vallarins með tvo fugla og fylgdi því eftirm eð því að fá þrjá skolla, einn skramba og einn fugl á fyrri níu holum dagsins.

Einn skrambi til viðbótar á seinni níu holunum, sex pör og tveir fuglar komu henni í hús á 76 höggum og deilir hún 87. sæti ásamt átta öðrum.

Þegar Valdís hefur lokið keppni er hún fjórum höggum frá því að ná niðurskurði.