Valdís Þóra Jónsdóttir náði í gegnum niðurskurðinn á lokamóti LET-mótaraðarinnar í Kenýa sem gæti reynst mikilvægt fyrir stöðu Valdísar á stigalistanum í lok árs.

Skagamærin er í 71. sæti á stigalistanum fyrir mótið en 70. efstu halda fullum þátttökurétt fyrir næsta tímabil.

Valdís lék betur í dag þegar hún kom í hús á 74 höggum, tveimur yfir pari. alls fékk hún fjóra skolla, einn skramba og fjóra fugla í dag.

Hún deilir 57. sæti á sex höggum yfir pari vallarins þegar mótið er hálfnað er niðurskurðarlínan var við átta högg yfir parið.

Með góðri spilamennsku á lokahringjunum getur Valdís Þóra því endurnýjað þátttökurétt sinn fyrir næsta ár.