Valdís greinir frá þessu í Twitter-færslu sem sjá má hér fyrir neðan. Hún hefur undanfarna mánuði starfað fyrir Golfklúbb Leynis.

Skagamærin náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð á Evrópumótaröðinni en hún hefur tvisvar endaði í þriðja sæti á Evrópumótaröðinni.

Þá varð hún þrisvar Íslandsmeistari í höggleik.

Að sögn Valdísar hefur hún meðal annars farið í fimmtán sterasprautur undanfarin til að reyna að vinna bug á meiðslunum án árangurs.

Hún sé því að hlusta á líkamann þegar hún ákveði að segja þetta gott.