Golf

Valdís Þóra lauk leik á sínum besta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni hafnaði í 49. sæti á fyrsta móti Evróumótaraðarinnar á þessu keppnistímabili.

Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði á einu höggi yfir pari vallarins á lokahringnum í dag. Fréttablaðið/Getty

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, lék þriðja og síðasta hringinn á Fatima Bint Mubarak Ladies Open á einu einu höggi yfir pari vallarins í Abu Dhabi í dag. 

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, en þetta er fyrsta mót mótaraðarinnar á yfirstanandi leiktíð.

Hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari á fimmtudaginn, annan hringinn svo á sjö höggum yfir pari í gær. 

Þessi frammistaða skilaði henni í 49. sæti, en kepp­end­ur á mótinu voru 56 að þessu sinni.

Það var hin enska Charley Hull sem fór með sigur af hólmi á mótinu, en hún lék á alls átta högg­um und­ir pari.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing