Golf

Valdís Þóra lauk leik á sínum besta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni hafnaði í 49. sæti á fyrsta móti Evróumótaraðarinnar á þessu keppnistímabili.

Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði á einu höggi yfir pari vallarins á lokahringnum í dag. Fréttablaðið/Getty

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, lék þriðja og síðasta hringinn á Fatima Bint Mubarak Ladies Open á einu einu höggi yfir pari vallarins í Abu Dhabi í dag. 

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, en þetta er fyrsta mót mótaraðarinnar á yfirstanandi leiktíð.

Hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari á fimmtudaginn, annan hringinn svo á sjö höggum yfir pari í gær. 

Þessi frammistaða skilaði henni í 49. sæti, en kepp­end­ur á mótinu voru 56 að þessu sinni.

Það var hin enska Charley Hull sem fór með sigur af hólmi á mótinu, en hún lék á alls átta högg­um und­ir pari.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra hefur ekki náð sér á strik í Abú Dabí

Golf

Tímabilið hefst hjá Valdísi Þóru

Golf

Lið Íslands á EM atvinnukylfinga valið lið ársins

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing