Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni tryggði sér í morg­un þátt­töku­rétt í áströlsku mótaröðinni í golfi.

Val­dís Þóra lék þriðja og síðasta hring­inn á úr­töku­móti fyr­ir áströlsku mótaröðina í morg­un, en þann hring lék hún á 74 högg­um eða tveim­ur högg­um yfir pari vallarins.

Hún lék fyrri hringina tvo samtals á einu höggi yfir pari vallarins og hringina þrjá þar af leiðandi á þremur höggum undir pari. 

Sú spilmannska skilaði henni í 16.-19. sæti á mótinu, en 20 efstu sætin fengu þátttökurétt á mótaröðinni.