Golf

Valdís Þóra keppir á LPGA-móti næstu daga

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi tekur þátt á ISPS Handa Vic Open sem er hluti af LPGA mótaröðinni en hún hefur leik í nótt.

Valdís Þóra verður í eldlínunni í Ástralíu næstu daga. Fréttablaðið/Getty

ISPS Handa Vic Open sem er hluti af hinni bandarísku LPGA-mótaröð verður leikið í þessari viku. Á meðal keppenda á mótinu en Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni. 

Mótið er haldið í Victoriu fylki í Ástralíu, en Valdís Þóra byrjar að spila í nótt. Þetta er annað árið í röð þar sem Valdís Þóra keppir á þessu móti. 

Á síðasta ári komst hún í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hafnaði að lokum í 57. sæti á mótinu.

Mótið er samstarfsverkefni LPGA og áströlsku mótaraðarinnar en Valdís tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með því að tryggja sér sæti í áströlsku mótaröðinni í síðustu viku.

Valdís Þóra verður í ráshóp með Charlotte Thomas og Ingrid Gutierrez Nunez fyrstu tvo keppnisdagana.

Valdís fer af stað kl. 02:40 að íslenskum tíma í nótt en mögulegt er að fylgjast með spilamennsku hennar á mótinu hérna

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra hefur leik í Bonville í nótt

Golf

Nýr lands­liðs­þjálfari ráðinn á næstu vikum

Golf

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing