Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hóf keppni á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. 

Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, og er þetta annað árið í röð sem Valdís tekur þátt í þessu sterka móti.

Val­dís Þóra lék vel á fyrsta hringn­um en hún lauk leik á 72 högg­um sem er par vall­ar­ins. Hún spilaði stöðugt golf á fyrsta hringnum en hún fékk tólf pör, þrjá fugla og þrjá skolla. 

Leikið er á tveimur völlum í mótinu. Annars vegar á Creek vellinum og hins vegar á Beach vellinum en það er völlurinn sem Valdís lék á í dag.

Skorið á fyrsta hringnum skilaði Val­dísi í 78. - 97. sæti. Akurnesingurinn leikur annan hring sinn á mótinu á Creek-vellinum í kvöld, en hún hefur leik klukkan 21.40 að íslenskum tíma. Eftir þann hring verður skorið niður fyrir seinni hringina tvo.