Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL, hefur ekki náð sér á strik á fyrstu hringjunum á Fatima Bint Mubarak-mótinu í Abú Dabí og er á þrettán höggum yfir pari þegar mótið er hálfnað.

Þetta er fyrsta mót ársins á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu og í annað sinn sem Valdís Þóra er skráð til leiks í þessu móti.

Valdís Þóra fékk þrjá fugla í dag, tvo skramba, einn þrefaldan skolla og þrjá skolla er hún kom í hús á 79 höggum, einu höggi meira en í gær.