Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eiga góðan möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýo 202 þegar 500 dagar eru í að leikarnir hefjist.

Valdís og Ólafía, hér ásamt Birgi Leif og Axeli á EM atvinnukylfinga á síðasta ári. Fréttablaðið/Getty

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eiga góðan möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýo 202 þegar 500 dagar eru í að leikarnir hefjist.

Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins, golf.is í dag.

Þetta verða aðrir Ólympíuleikarnir í röð sem keppt verður í golfi eftir að ákveðið var árið 2009 að bæta golfi við leikana á næstu tveimur leikum. Þar áður var síðast keppt í golfi á Ólympíuleikunum árið 1904.

Alls komast 60 kylfingar inn á leikana hjá báðum kynjum og eru fimmtán efstu á heimslistanum karla- og kvennamegin öruggir með sæti sitt. Það er hinsvegar kvóti á því hversu margir komast frá einu landi til að tryggja það að fleiri þjóðir fái að senda þáttakenda.

Hver þjóð má aðeins senda fjóra kylfinga til leiks. Á sama tíma er kvóti á því að aðeins tveir kylfingar geta verið frá sama landi sem eru í 16-60. sæti á styrkleikalistanum þegar tilkynnt verður hvaða kylfingar fá þáttökurétt næsta sumar.

Þegar 500 dagar eru í að Ólympíuleikarnir hefjist er Ólafía Þórunn í 53. sæti og Valdís Þóra í 58. sæti kvennamegin sem myndi þýða að þær fengju báðar þáttökurétt í Tókýó ef leikarnir væru að hefjast í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Golf

Valdís Þóra efst eftir fyrsta hring

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing