Golf

Valdís náði ekki niðurskurðinum

Tímabilinu hjá Valdísi Þóru er lokið eftir að henni tókst ekki að ná í gegnum niðurskurð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar á Spáni í dag.

Valdís íhugul á teig. LET/Tristan Jones

Tímabilinu hjá Valdísi Þóru er lokið eftir að henni tókst ekki að ná í gegnum niðurskurð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar á Spáni í dag.

Valdís þurfti að hætta leik á áttundu holu í gær vegna birtuskilyrða og kláraði því annan hring mótsins í morgun.

Hún fékk skramba á annarri holu dagsins en náði sér ekki á strik á seinni níu holum vallarins þar sem hún fékk sex skolla og tvo fugla.

Lék hún báða hringina því á fimm höggum yfir pari og lauk keppni á tíu höggum yfir pari, fjórum höggum frá niðurskurði.

Valdís hefur þó þegar tryggt sér fullan þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra hefur leik í Bonville í nótt

Golf

Nýr lands­liðs­þjálfari ráðinn á næstu vikum

Golf

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing