Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir atvinnukylfingur úr Leyni lék annan hringinn ISPS Handa Vic Open mót­inu í golfi í Vikt­oríu­fylki í Ástr­al­íu í nótt.  

Val­dís Þóra lék fyrsta hringinn á pari vallarins, en annan hringinn á tveim­ur högg­um yfir pari. 

Hún hefði þurft að leika á einu höggi undir pari vallarins til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. 

Spilamennska Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á Creek-vellinum var nokkuð sveiflukennd. Hún fékk þrjá skolla, einn skramba, þrjá fugla og ell­efu pör á hringn­um. 

Valdís Þóra komst inná þetta mót með því að tryggja sér þátttökurétt á Opnu áströlsku mótaröðinni á þessu keppnistímabili í síðustu viku. 

Þá er hún sömuleiðis með sæti í evrópsku mótaröðinni líkt og undanfarin ár.