Golf

Val­dís hefur leik á öðru stigi úr­töku­móts LPGA í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum í dag, af 195 kylfingum sem eru skráðir til leiks komast 25 á þriðja og síðasta stig úrtökumótsins.k

Valdís slær á EM atvinnukylfing Fréttablaðið/Getty

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum í dag. 

Fer mótið fram á Plantation Golf and Country Club í bænum Venice í Flórída-fylki og eru 195 kylfingar skráðir til leiks. 

Efstu 25 kylfingarnir að fjórum hringjum loknum komast á lokastig úrtökumótsins.

Er þetta þriðja árið í röð sem Valdís reynir að komast inn á LPGA-mótaröðina og í fyrsta sinn sem hún keppir á öðru stigi. 

Hefur hún leikið á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á undanförnum árum með góðum árangri en reynir nú að komast inn á þá sterkustu í heiminum.

Valdís hefur eytt undanförnum vikum í Bandaríkjunum til að undirbúa mótið og ekki tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni enda hefur hún þegar tryggt sér þátttökurétt á næsta ári.

Komist Valdís áfram fær hún þátttökurétt í þriðja og síðasta úrtöku­mótinu sem fram fer í lok mánaðar. Þar mun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sömuleiðis reyna að endurnýja þátttökurétt sinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra og Haraldur valin kylfingar ársins

Golf

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

Golf

Umfangsmiklar breytingar á golfreglunum

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Auglýsing