Golf

Valdís á hraðferð upp heimslistann

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er búin að færa sig upp um 114 sæti á heimslistanum í golfi það sem af er ári en á tveimur vikum tók hún stökk upp um 90 sæti á listanum.

Valdís horfir á eftir höggi á LET-mótaröðinni á síðasta ári. Fréttablaðið/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er komin í 299. sæti heimslistans í golfi en Valdís hefur aldrei komist svo hátt á listanum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er svo í 173. sæti en hún fellur niður um tvö sæti í nýjasta listanum.

Valdís var í 413. sæti listans í ársbyrjun en hún hefur hægt og bítandi verið að koma sér ofar og ofar á listanum. Góð spilamennska í Ástralíu þýddi að hún færði sig upp um 90 sæti á hálfum mánuði en hún hefur komið sér upp um 114 sæti á listanum það sem af er ári.

Er þar stærsti áhrifavaldurinn þegar Valdís náði 3. sæti í Bonville en þar jafnaði hún besta árangur sinn á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu. Valdís er meðal tíu efstu kylfinga á peningalistanum á mótaröðinni en næsta mót fer fram í Marakkó í næstu viku.

Ólafía Þórunn sem hefur haft hægt um sig undanfarnar vikur er á svipuðum stað og hún byrjaði árið á en hún hefur leik á LPGA-mótaröðinni í Arizona í fyrramálið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Þurfti að pútta með sandjárni á PGA-mótaröðinni | Myndbönd

Golf

Bjargaði pari með frábæru innáhöggi | Myndband

Golf

Tiger blandaði sér aftur í baráttuna á lokadeginum

Auglýsing
Auglýsing