Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son hefur að sögn staðarmiðilsins Firda samið við norska B-deild­ar­fé­lagið Sogn­dal en Valdimar kemur þangað Ströms­god­set.

Fram kemur í frétt Firda að Valdimar verði kynntur formlega til leiks hjá Sogndal í komandi viku. Þar segir einnig að Sogndal greiði tæplega 15 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Hörður Ingi Gunn­ars­son gekk til liðs við Sogndal frá FH fyrr í þessari viku og fær hann nú íslenskan liðsfélaga en þeir félagar hafa leikið saman með íslenska U-21 árs landsliðinu.

Valdimar spilaði á dögunum sinn fyrsta A-landsleik þegar hann lék í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik Íslands á móti Úganda.