Hollenski knattspyrnumaðurinn Abdelhak Nouri sem lék með Ajax þar til hann fékk hjartaáfall í leik með liðinu og missti meðvitund er farinn að tjá sig eftir að hafa verið í dái í tæp þrjú ár.

Fjölskylda hans greinir frá þessu en bróðir hans segir hann sýna viðbrögð við fólki í kringum sig og geti tjáð sig með augabrúnunum.

Nouri getur hins vegar hvorki talað né hreyft sig en hann er í endurhæfingu í heimahúsi sem er sérbúið fyrir ástand hans.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður varð fyrir heilaskaða þegar hann hné til jarðar í leik Ajax og Werder Bremen í júlí árið 2017.

Bróðir hans, Abderrahim, segir í samtali við hollenska sjónvarpsþáttinn The World Keeps Turning að endurhæfing Nouri gangi vel að hann sofi, vakni, borði með aðstoð og sýni viðbrögð.

Tjáskipti Nouri eru í gegnum augabrúnirnar og þeir fara á mest flug þegar hann sér fótbolta í sjónvarpinu.