Vaidas Zlabys frá Tékklandi kom fyrstur í mark í Laugarvegshlaupinu í dag á tímanum 4:17:31.

Snorri Björnsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna kom fyrstur íslenskra karla í mark á tímanum 4:38:35.

Rannveig Oddsdóttir kom fyrst kvenna í mark á nýju mótsmeti 5:00:37, þetta er í þriðja sinn sem Rannveig sigrar Laugavegshlaupið.

534 hlauparar hófu keppni í morgun frá 20 mismunandi löndum.

Lengi vel leit út fyrir að spennandi einvígi yrði í karlaflokki. En Þorbergur Ingi Jónsson sem hefur sigrað hlaupið þrjú síðustu ár hafði nokkra sekúndna forskot á Vaidas Zlabys á tímabili. Þorbergur Ingi meiddist hins vegar á kálfa og varð að hætta keppni í Emstrum. Aðeins hann og Charles Hubbard, 2001 til 2003, hafa staðið uppi sem sigurvegarar þrjú ár í röð.