Guy Smit, markmaðurinn sem varði mark Leiknismanna á síðasta tímabili hefur gengið til liðs við Val og óvíst er hver mun taka við stöðu hans á næsta tímabili. Að sama skapi virðist tími Hannesar Þórs Halldórssonar, markmanns Vals, vera á þrotum hjá félaginu.

Hannes er uppalinn hjá Leikni og Sigurður segir það pottþétt að hann muni reyna að fá Hannes aftur heim. ,,Það væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins. Við munum alveg pottþétt skoða stöðuna.“

Leiknismenn voru nýliðar í Pepsi-Max deildinni á síðasta tímabili og enduðu í 8. sæti með 22 stig. Það er alveg ljóst að Hannes yrði gríðarlegur liðsstyrkur fyrir liðið enda er þar um að ræða einn reynslumesta markmann landsins um þessar mundir.

Hannes á að baki 205 leiki í efstu deild á Íslandi, nokkra Íslandsmeistaratitla auk 77 A-landsleikja fyrir Íslands hönd.

Þátturinn 433.is verður sýndur klukkan 20:00 í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.