Formúla 1 mætir til leiks á heimavöll Ferrari á Monza á Ítalíu um helgina og búist er við trylltri stemningu. Heimamenn í Ferrari mæta með bakið upp við vegg og Kristján Einar Kristjánsson, Formúlu 1 sérfræðingur Viaplay og Aron Guðmundsson, íþróttablaðamaður Fréttablaðsins fóru yfir ófarir liðsins í Íþróttavikunni með Benna Bó.

„Vægt til orða tekið þá hafa þeir verið trúðar," segir Aron Guðmundsson, íþróttablaðamaður Fréttablaðsins. „Ég er með Ferrari hjarta og það hefur verið átakanlegt að fylgjast með framgöngu liðsins á tímabilinu. Við Kristján ræddum hérna aðeins saman fyrir þáttinn og spurði mig 'hverju klúðrar Ferrari núna?' það var ekki hvort Ferrari myndi klúðra einhverju."

Kristján Einar bætti þá við: „Það sem er kannski mest lýsandi fyrir Ferrari á þessari stundu og ógæfu þeirra er að það kviknaði í einum af trukkunum þeirra sem sér um að flytja búnað liðsins milli keppnisstaða. Það bara gengur ekkert upp.

Ítarlegt Formúlu 1 spjall Kristjáns Einars og Arons við Benna Bó í Íþróttavikunni má sjá hér fyrir neðan: