Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir spilamennsku sína með sænska liðinu Norrköping á yfirstandandi keppnistímabili.

Ísak Bergmann skoraði annað marka Norrköping þegar liðið lagði Kalmar að velli, 2-0 í 20. umferð deildarinnar í gærkvöldi. Á vellinum í gær var útsendari Juventus mættur til þess að fylgjast með frammistöðu Ísaks í leiknum.

Markið í gær var þriðja markið sem Ísak skorar í deildinni á leiktíðinni en hann hefur þar að auki lagt upp sex mörk fyrir samherja sína. Líklegt þykir að þessi 17 ára sóknartengiliður muni fara til stærra félags þegar tímabilinu lýkur.

Norrköping situr í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en liðið er í harðri baráttu við Häcken, Elfsborg og Djurgården um sæti í Evrópudeildinni. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans hjá Malmö tróna á toppi deildarinnar með 40 stig.

Markið sem Ísak Bergmann skoraði í gær má sjá í myndskeiðinu hér að neðan: