Japan hefur lagt út rúmlega 1,2 milljarð dala til að hýsa Ólympíuleikana sem eiga að hefjast í þessari viku.

Fyrstu leikirnir í knattspyrnu eru á dagskrá á morgun en opnunarhátíð leikanna er næsta föstudag.

Þegar Muto tók við spurningum blaðamanna var hann spurður hvort að það væri enn möguleiki að Ólympíuleikunum yrði frestað vildi hann ekki neita því.

Smitum hefur fjölgað innan Ólympíuþorpsins sem og í Tókýó og eru styrktaraðilar farnir að draga í land.

Fyrir vikið vill Muto ekki útiloka að það verði ákveðið á síðustu stundu að leikarnir fari ekki fram.