Arnar Þór Viðarsson segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í leikmannahóp karlalandsliðsins fyrir komandi verkefni.

Arnar greindi frá þessu á blaðamannafundi þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur. Hann bætti við að Aron Einar hefði gefið kost á sér að þessu sinni.

„Aron er ekki valinn í hópinn. Eftir góð samtöl milli míns og Arons þá tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Þær eru utanaðkomandi en ég get ekki farið nánar út í það.“

Arnar segir ekki rétt að stjórn KSÍ hafi meinað honum að velja Aron Einar heldur hafi það verið ákvörðun sem hann tók eftir viðræður við Eið Smára Guðjohnsen og Aron Einar.

Hann bætti við að þetta væri ákvörðun fyrir þetta landsleikjaverkefni og var ekki tilbúinn að tjá sig um framtíð Arons Einars hjá landsliðinu.