KSÍ sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að yfir þúsund miðar hefðu selst á leik Íslands og Þýskalands á fyrstu mínútum miðasölunnar.

Hófst miðasalan á leik Íslands og Þýskalands í hádeginu í dag fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi þann 1. september næstkomandi.

Allir aðilar sem kaupa miða á leikinn gegn Þýskalandi fá þá góð kjör á miða á leik Íslands og Tékklands nokkrum dögum síðar.

Með sigri á Þýskalandi er sæti í lokakeppni HM tryggt í fyrsta sinn í kvennaflokki en jafntefli myndi þýða að leikurinn gegn Tékkum myndi ráða úrslitum.

Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, kallaði eftir því að fólk myndi fjölmenna á völlinn.

Honum virðist ætla að vera að ósk sinni en það er bara vonandi að völlurinn fyllist til að styðja Stelpurnar okkar áfram.