Leik­maður ensku úr­vals­deildarinnar var hand­tekinn á föstu­daginn grunaður um kyn­ferðis­brot gegn barni með því að hafa verið að senda ó­við­eig­andi smá­skila­boð til stelpu undir lög­aldri. Þetta kemur fram í bresku fjöl­miðlunum Daily Mail, The Sun og The Mirror.

Sam­kvæmt The Mirror er um 31 árs gamlan leik­mann að ræða sem er reglu­lega í byrjunar­liði hjá fé­lags­liði sínu. Leik­maðurinn hefur verið leystur af störfum ó­tíma­bundið á meðan lög­reglan í Manchester borg rann­sakar málið.

Fjöl­miðlar á Bret­lands­eyjum segjast ekki geta sagt frá nafni leik­mannsins af laga­legum á­stæðum en hann mun vera giftur og spilar reglu­lega með lands­liðinu í heima­landi sínu.

Lög­reglan í Manchester fór í hús­leitir heima hjá leik­manninum vegna rann­sóknar málsins. Leik­manninum var sleppt gegn tryggingu á föstu­daginn.