Stúlkna­lið Ís­lands í hóp­fim­leikum keppir til úr­slita á Evrópu­meistara­mótinu klukkan 16:15 í dag.

Liðið endaði í þriðja sæti eftir undan­keppnina en liðið hefur eytt síðustu dögum í að breyta og bæta og á helling inni til að reyna ná topp­sætinu og titlinum í dag.

Stúlkna­lands­liðið endaði með 50.175 stig einungis 0.1 stigi á eftir Bret­landi sem endaði í öðru sæti. Svíarnir voru efstir með 53.650 stig.

Smá­vægi­leg mis­tök urðu dýr­keypt er dómarar refsuðu liðinu fyrir stíl­brot í lið­s­um­ferðum á dýnu og trampólíni. Þjálfarar og kepp­endur hafa farið yfir upp­tökur af mótinu og gert breytingar til að koma í veg fyrir að það endur­taki sig og mun það vonandi skila sér á keppnis­gólfinu í dag.

Frétta­blaðið ræddi við Guð­rún Eddu Sigurðar­dóttir og Birta Sif Sæ­vars­dóttur úr stúlkna­liðinu eftir undan­keppnina og sam­mæltust þær um að liðið ætti nóg inni fyrir daginn í dag. „Við viljum ekki hafa þetta allt full­komið í undan­keppninni,“ sagði Birta Sif. „Við erum til­búnar að negla þetta á föstu­daginn,“ bætti Guð­rún við.

Guðrún Edda og Birta Sif í keppnishöllinni eftir undankeppnina. Þær stiga aftur inn á keppnisgólfið á eftir.
Ljósmynd/Magnús H. Jónasson

Mótið er sýnt í beinni í hlekknum hér að neðan.