Á­kvörðun hefur verið tekin um að spila úr­slita­leik Reykja­víkur­móts karla í knatt­spyrnu á Origo-vellinum í stað gervi­gras­vallarins í Egils­höll þar sem hinir leikir mótsins hafa verið leiknir.

Gervi­gras­völlurinn í Egils­höll hefur verið mikið gagn­rýndur síðustu daga og hafa margir lýst vellinum sem slysa­gildru.


Rekstrar­aðilar vallarins svöruðu gagn­rýninni á fimmtu­daginn þar sem þeir sögðu að völlurinn væri í góðu standi og að hann upp­fyllti allar kröfur FIFA Qu­ality staðalsins. Þessar yfir­lýsingar voru svo hraktar í kjöl­farið.


KR og Valur munu keppa í úr­slita­leiknum sem fer fram á mánu­daginn klukkan 20 á Origo-Vellinum - ekki í Egils­höll.