Ákvörðun hefur verið tekin um að spila úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu á Origo-vellinum í stað gervigrasvallarins í Egilshöll þar sem hinir leikir mótsins hafa verið leiknir.
Gervigrasvöllurinn í Egilshöll hefur verið mikið gagnrýndur síðustu daga og hafa margir lýst vellinum sem slysagildru.
Rekstraraðilar vallarins svöruðu gagnrýninni á fimmtudaginn þar sem þeir sögðu að völlurinn væri í góðu standi og að hann uppfyllti allar kröfur FIFA Quality staðalsins. Þessar yfirlýsingar voru svo hraktar í kjölfarið.
KR og Valur munu keppa í úrslitaleiknum sem fer fram á mánudaginn klukkan 20 á Origo-Vellinum - ekki í Egilshöll.