Á hinum stóra símafundi UEFA þar sem 55 aðildarríki sitja nú mun hafa komið fram að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari fram þann 27. júní sem er frestun upp á tæpan mánuð. Spænska blaðið Marca fullyrðir þetta.

Ekki kom fram hvernig restin af keppninni fer fram en sumir hafa fullyrt að átta liða úrslitin verði eins leikja einvígi eins og undanúrslitin. Þá heyrðist ein hugmynd að spila undanúrslitin og úrslitin í sömu borg yfir eina langa helgi.