Fimm manna sendinefnd skipuð leikmönnum úr NBA-deildinni í körfubolta flaug til Ítalíu í fyrradag og sat fund með Frans páfa um áhrif aðgerða NBA- leikmanna á baráttuna fyrir félagslegu réttlæti. Mótmæli leikmanna NBA-deildarinnar í sumar vöktu heimsathygli. Kornið sem fyllti mælinn var þegar hinn 29 ára gamli Jacob Blake sem er svartur á hörund var skotinn til bana af lögreglu mánuðum eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum.

Leikmennirnir nýttu vettvanginn í úrslitakeppninni til að vekja athygli á óréttlætinu sem ríkir í landinu. Það vakti athygli páfans sem kom á fundi með leikmönnunum. Meðal þess sem rætt var voru aðgerðir leikmanna til að vekja athygli á félagslegu og fjárhagslegu óréttlæti og næstu aðgerðum.

Einn þeirra sem sátu fundinn með páfanum var Jonathan Isaac, leikmaður Orlando Magic, sem er vígður prestur.