Fimleikakonan Samatha Cerio fór á föstudaginn úr lið á báðum hnjám auk þess sem hún sleit mörg liðbönd þegar hún keppti í gólfæfingum á svæðismóti í Baton Rouge í Louisiana. Cerio keppti síðustu fjögur ár fyrir lið Auburn háskólans í Alabama í Bandaríkjunum. Eftir að hugað var að henni í um tíu mínútur á gólfinu var hún færð á spítala. Hún fór svo loks í aðgerð í dag. Greint er frá á CBS.

Hætt eftir 18 ár

Cerio tilkynnti í gær á Instagram-reikningi sínum að eftir að hafa stundað og keppt í fimleikum síðustu 18 ár myndi hún ekki snúa aftur. Hún sagði að hún gæti ekki verið stoltari af manneskjunni sem fimleikarnir hafa hjálpað henni að verða. Hún þakkaði skólanum sínum fyrir tækifærið og fyrir að leyfa henni að vera hluti af einhverju stærra.

Tilkynningu Cerio má sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

Friday night was my final night as a gymnast. After 18 years I am hanging up my grips and leaving the chalk behind. I couldn’t be prouder of the person that gymnastics has made me to become. It’s taught me hard work, humility, integrity, and dedication, just to name a few. It’s given me challenges and road blocks that I would have never imagined that has tested who I am as a person. It may not have ended the way I had planned, but nothing ever goes as planned. Thank you Auburn family for giving me a home and a chance to continue doing the sport that will always be my first love. I am honored to have had the privilege to represent the navy and orange AU for the past 4 years with my team by my side. Thank you for letting me share my passion with you. Thank you for letting me be a part of something bigger than myself. War Eagle Always 💙🧡

A post shared by Samantha Cerio (@sam_cerio) on

Myndskeið af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum og vakið mikinn óhug en augljóslega má sjá í myndskeiðinu hvernig hún fer úr lið á báðum fótum.

Viðkvæmir eru varaðir við innihaldi myndskeiðsins.