Íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska í 17. sinn í dag þar sem sigur fer langt með að fleyta Stelpunum okkar í lokakeppni EM 2022.

Liðin eru jöfn að stigum þegar stutt er eftir og ljóst að með sigri í dag kemst annað hvort liðið í lykilstöðu. Jafntefli gæti hentað Svíþjóð betur enda með betri markatölu.

Stig gæti einnig reynst Íslandi drjúgt ef Ísland endar í öðru sæti þar sem þrjú stigahæstu liðin í öðru sæti fá beinan farseðil á EM. Önnur lið í öðru sæti þurfa að fara í umspil.

Ísland hefur til þessa unnið tvo leiki gegn Svíþjóð, tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli en Svíar hafa unnið tólf leiki. Sigurleikirnir komu báðir á Algarve-mótinu, fyrst árið 2011 og síðar 2014.

Jafnteflin eru tvö, í síðustu viðureign liðanna á Laugardalsvelli og í Svíþjóð árið 2005.

Þá er þetta sjöunda viðureign liðanna sem fer fram í Svíþjóð og hafa Svíar til þessa unnið sex leiki en árið 2005 tókst Íslandi að ná jafntefli.

Aðeins einn eftirlifandi er í leikmannahóp Íslands frá þeim leik. Hólmfríður Magnúsdóttir fylgdist með af bekknum þann daginn.