Uppselt er á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta sem fer fram í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.
Liðin mættust í gær í Tékklandi og fóru heimamenn þá með fjögurra marka sigur úr býtum.
Strákarnir okkar sýndu ekki sitt rétta andlit í leiknum en þjóðin stendur þétt við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma og fjölmennir í Laugardalshöllina.
Mikill áhugi hefur verið á leik strákanna okkar gegn Tékkum hér heima sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöll. Í gærkvöldi seldust síðustu miðarnir á leikinn og verður því eins og að var stefnt troðfull hús af stuðningsmönnum Íslands á leiknum á sunnudaginn. pic.twitter.com/6kreB3lL0T
— HSÍ (@HSI_Iceland) March 9, 2023