Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir enska boltann en Bjarni styður Manchester United og hefur gert síðan hann var ungur. Upp­risa Marcus Ras­h­ford þetta tíma­bilið kom til um­ræðu en hann hefur verið frá­bær á þessu tíma­bili. Hjör­var benti á að Ras­h­ford hafi náð að skilja sig frá góð­gerðar­bar­áttu sinni.

„Ras­h­ford vinnur sína stærstu sigra utan vallar þegar hann var að berjast fyrir mál­efni skóla­barna í Eng­landi. Það tók á­byggi­lega rosa­lega mikið á hann því hann var enda­laust í við­tölum og það var mikið á­reiti. Ég held að það sé ekkert hægt að horfa fram­hjá þeirri stað­reynd.

En Ron­aldo er farinn og hann er orðinn aðal­kallinn. Málið er að hann á 18 mánuði eftir af samning og það oft kveikir í mönnum. Hann vill verða sá launa­hæsti en PSG er hrifinn af honum. Ég hef heyrt frá Nick Pope þegar hann var að spila með Jóa Berg að Ras­h­ford hafi verið bestur á lands­lið­s­æfingum. Lang­bestur.“