Suður-kóreski skautakappinn Kim Min-seok hefur verið dæmdur í langt bann frá keppni af Skautasambandi Kóreu fyrir að hafa, undir áhrifum áfengis, sest undir stýri á bíl eftir partý sem endaði með árekstri. Greint er frá málinu á vefsíðu Reuters í dag.

Þessi 23 ára gamli skautakappi, sem hefur unnið til verðlauna og tveimur síðustu vetrarólympíuleikum, hefur nú hlotið 18 mánaða keppnisbann.

Lengd bannsins mun þó ekki koma í veg fyrir að hann geti unnið sér inn þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum í Milanó og Cortina sem fara fram árið 2026.

Auk Kim Min-seok, hefur landsliðsþjálfarinn Kim Jun-su verið dæmdur í ársbann fyrir að hafa ekki haft hemil á landsliðsmönnum sínum. Þá hafa farþegar í umræddri bifreið, einnig landsliðsmenn, verið dæmdir í bann en þó ekki eins langt og Kim Min-seok fékk.