Íþróttavikan með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga fór á úrslitaleikinn milli Vals og Tindastóls. Benedikt Bóas og Kristinn Svanur Jónsson framleiðandi þáttarins fóru og upplifðu stuðið og stemninguna að Hlíðarenda þar sem 2.200 manns komu saman og skemmtu sér og öðrum sem sátu límdir við skjáinn.

Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks var tekinn tali í hálfleik en Ísak studdi Stólana í einvíginu. Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, segir frá sinni upplifun af þessu einvígi og Kári Jónsson leikmaður Vals var gripinn glóðvolgur í fagnaðarlátunum en hann var að vinna sinn fyrsta titil.

Þá vakti athygli að þegar spjallað var við Grím Atlason, formann körfuknattleiksdeildarinnar, að stuðningsmenn Tindastóls voru að taka til eftir sig og fylgdu stuðningsmenn Vals eftir fordæmi Sauðkræklinga.

Innslagið má sjá hér að neðan.