Unnur Tara Jónsdóttir leikmaður kvennaliðs KR í körfubolta er með trosnað krossband og mun ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta staðfestir Benedikt Rúnar Guðmundsson í samtali við karfan.is.

KR sem er með jafn mörg stig og Keflavík á toppi Domino´s-deildarinnar missir þarna einn sinn öflugasta leikmenn, en hún hefur skorað 8,7 stig að meðaltali í leikjum Vesturbæjarliðsins í vetur og tekið 6,4 fráköst. 

Þá hefur hún þar að auki verið einn af lyklum þess hversu öflug vörn KR-liðsins hefur verið í vetur.   

Næsti leikur KR í Domino's-deildinni er toppslagur við Keflavík á miðvikudaginn kemur, en liðin eru í harðri baráttu ásamt Val um deildarmeistaratitilinn.