Körfubolti

Unnur Tara kölluð inn í landsliðshópinn

Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hefur verið kölluð inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta fyrir leik liðsins í undankeppni EM 2019 sem fram fara síðar í þessum mánuði.

Unnur Tara Jónsdóttir, hér lengst til hægri, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ívar Ásgrímsson og Hildur Sigurðardóttir, þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hafa ákveðið að bæta einum leikmanni við í æfingahópinn sem undirbýr sig fyrir síðustu leiki liðsins í undankeppni EM 2019.

Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hefur verið boðuð til æfinga, en hún á að baki þrjá landsleiki með A-liði kvenna.

Ísland leikur gegn Slóvakíu 17. nóvember og síðan Bosníu 21. nóvember, en báðir leikirnir verða leiknir hér heima í Laugardalshöllinni. 

Æfingahópurinn er þá þannig skipaður:

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell
Birna Valgerður Benýsdóttir, Keflavík
Bríet Sif Hinriksdóttir, Stjarnan
Embla Kristínardóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Hallveig Jónsdóttir, Valur
Helena Sverrisdóttir, CEKK Cegléd 
Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta de Vigo 
Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan
Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur 
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar
Unnur Tara Jónsdóttir, KR

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing