Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í handbolta í kvöld þegar Strákarnir okkar mæta Portúgal.

Strákarnir okkar hafa átt góðu gengi að fagna í fyrsta leik á Evrópumótinu síðustu ár og unnið fyrsta leikinn fjögur skipti í röð.

Síðast vann Ísland frækinn sigur á Dönum 31-30 á EM í Danmörku og Svíþjóð. Þar áður vann Ísland tveggja marka sigur á Svíþjóð.

Evrópumótin tvö þar á undan vann Ísland Noreg í opnunarleiknum en fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna fyrsta leik á EM þar sem Ísland tapað

Þar tapaði Ísland naumlega gegn Króatíu 29-31.