Manchester United kynnti í dag portúgalska bakvörðinn Diego Dalot sem nýjasta leikmann liðsins en hann kemur til félagsins frá Porto í Portúgal þar sem hann kom upp úr unglingastarfi félagsins.

Greiðir enska félagið riftunarverðið í samningi Dalot sem hljómar upp á tuttugu milljónir evra þrátt fyrir að Dalot sé nítján ára gamall og hafi aðeins leikið átta leiki fyrir aðallið Porto.

Braut hann sér leið inn í lið Porto í febrúar en hann á að baki fjöldan allra leikja fyrir yngri landslið Portúgal. Kom hann við sögu í einvígi Porto gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Hefur hann leikið sem kantmaður og bakvörður í unglingastarfi Porto og getur leikið bæði vinstra- og hægra megin á vellinum en honum er ætlað að leysa annað hvort Antonio Valencia eða Ashley Young af hólmi.

Koma þessi tíðindi aðeins sólarhring eftir að félagið tilkynnti samkomulag um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Fred frá Shakhtar Donetsk.