Ronaldo snýr því aftur á Old Trafford tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.

Í herbúðum Manchester United varð Ronaldo að einum besta knattspyrnumanni heims á sex ára tímabili. Með Ronaldo innanborðs vann félagið þrjá meistaratitla og Meistaradeild Evrópu.

Real Madrid greiddi metfé fyrir Ronaldo árið 2009 en hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Juventus á Ítalíu.

Ronaldo var orðaður við Manchester City á dögunum en símtal við Sir Alex Ferguson átti þátt í því að Ronaldo snerist hugur á síðustu metrunum.

Manchester United greiðir 25 milljónir evra fyrir Ronaldo sem samþykkti tveggja ára samning á Old Trafford.