Fótbolti

Manchester United mætir Barcelona

Dregið var fyrr í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og ber þar hæst að nefna einvígi Manchester United gegn Barcelona annarsvegar og hinsvegar einvígi Tottenham og Manchester City.

Messi og Pogba leiða saman hesta sína í átta liða úrslitunum. Fréttablaðið/Getty

Dregið var fyrr í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og ber þar hæst að nefna einvígi Manchester United gegn Barcelona annarsvegar og hinsvegar einvígi Tottenham og Manchester City.

Þetta var í fyrsta sinn í tíu ár sem fjögur ensk lið voru í pottinum þegar dregið var í átta liða úrslitin en Liverpool slapp best allra enska liða.

Manchester United fær það strembna verkefni að mæta Lionel Messi og félögum í Barcelona. Messi hefur fjórum sinnum áður mætt Manchester United og unnið tvo leiki, einum lokið með jafntefli og enska félagið hefur unnið einn.

Nágrannar United í Manchester City mæta samlöndum sínum í Tottenham í baráttu liðanna sem hafa aldrei komist í úrslitaleikinn sjálfan áður. Tottenham hefur lengst komist í átta-liða úrslitin en Manchester City í undanúrslitin.

Ajax sem sló óvænt út ríkjandi meistarana í Real Madrid í sextán liða úrslitunum mætir Juventus á meðan Liverpool mætir Porto. Þetta er annað árið í röð sem Liverpool mætir Porto í útsláttarkeppninni.

Sigurvegari einvígis Manchester United og Barcelona mætir sigurvegara einvígis Porto og Liverpool í undanúrslitunum en í hinu einvíginu mætast sigurvegarinn úr einvígi Manchester City og Tottenham og sigurvegari einvígis Ajax og Juventus.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing