Hinn 28 ára gamli Varane var keyptur til Real Madrid frá Lens átján ára gamall og lék 360 leiki fyrir spænska stórveldið.

Hann myndaði ógnarsterkt miðvarðarpar með Sergio Ramos og átti stóran þátt í því að Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum á þessum tíma.

Um leið var hann í liði Frakklands sem vann HM árið 2018 en Varane átti eitt ár eftir af samningi sínum í Madríd og var í leit að nýrri áskorun.

Hann verður annar leikmaðurinn sem Manchester United kaupir í sumar á eftir Jadon Sancho.

Þá er félagið búið að að bæta Tom Heaton við leikmannahópinn.